Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 21:14 Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum manni í kjölfar óeirðanna í Norrköping. Vísir/EPA Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“ Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“
Svíþjóð Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira