Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham | Newcastle stal sigrinum gegn Leicester Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:18 Thomas Soucek skoraði eina mark West Ham í dag. Steve Bardens/Getty Images Tveimur leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Thomas Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham gegn fallbaráttuliði Burnley og Newcastle vann 2-1 sigur gegn Leicester, en sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira