Kollegar Dyche gapandi hissa yfir brottrekstrinum | Á skilið styttu Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 23:01 Sean Dyche er mikils metinn innan ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Clive Brunskill Það kom mörgum í opna skjöldu í morgun þegar enska úrvalsdeildarliðið Burnley gaf út tilkynningu þess efnis að félagið hefði ákveðið að reka Sean Dyche úr starfi knattspyrnustjóra. Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01
Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30