Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 13:27 Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen. Vísir/Vilhelm Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór. Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór.
Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira