Upprisa Aldrei fór ég suður um helgina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:09 Gert er ráð fyrir því að fjölmargir leggi leið sína til Ísafjarðar um helgina. Instagram/Aldreialdrei Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar. Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár. Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár.
Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29