Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 20:51 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Gabríel Benjamin, trúnaðarmaður VR innan Eflingar, hefur starfað hjá Eflingu í tæpt ár. Hann segir Sólveigu Önnu hafa rofið trúnað með því að tjá sig um samkomulag við trúnaðarmenn og telur ljóst að hægt hefði verið að fara aðra leið að sömu markmiðum án þess að ráðast í hópuppsögn. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ segir Gabríel Benjamin í samtali við fréttastofu. Hann telur að samráðið sem stjórn Eflingar hafði við trúnaðarmenn starfsfólksins sé mögulega ekki gilt sem raunverulegt samráð í laganna skilningi. „Þetta var einhliða ákvörðun, það var ekkert samráð og við munum tilkynna þetta til Vinnumálastofnunar að þetta hafi ekki verið samráðsfundur sem slíkur,“ segir Gabríel. Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hefur eins og öllum verið sagt upp sem starfsmanni. Í samtali við fréttastofu segir hún Sólveigu Önnu í hefndarhug gegn sér og öðru starfsfólki félagsins. „Sú þjónusta sem félagsmenn fá í dag er af skornum skammti og það er á ábyrgð stjórnar Eflingar. Ég veit ekki hvað hún getur gert úr þessu annað en að skammast sín,“ segir Gabríel. Á meðal kosningaloforða Sólveigar Önnu hafi verið að berjast gegn órökstuddum hópuppsögnum atvinnurekenda. Nú sé sjálft stéttarfélagið búið að gefa atvinnurekendum fordæmi um að hægt sé að segja öllum upp og vísa til endurskipulagningar. Það verði notað gegn hreyfingunni. „Það er búið að gengisfella allt sem við höfum unnið að síðasta áratug, bara fyrir egó Sólveigar Önnu,“ segir Gabríel. Íhugar að hætta eftir fimmtán ár Í næstum því þrjátíu þúsund manna stéttarfélagi eru þarfir félagsmanna margvíslegar, hvort sem það eru launamál, veikindi eða bara orlofsbústaðir. Fréttastofa ræddi aðeins við félagsmenn Eflingar í dag á alls konar vinnustöðum. Einn þeirra, pólsk kona sem vann í 12 ár á hótelum en er nú á matsölustað, hefur verið í Eflingu í 15 ár. Hún skilur ekkert í ákvörðun Sólveigar, sem hún óttast að lami starfsemi stéttarfélagsins. Annar félagsmaður, afgreiðslumaður á Nings, íhugar að skipta um stéttarfélag. Sólveig Anna sé ekki hans formaður. Samtölin við þetta fólk má sjá í myndbrotinu hér að ofan.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira