Þjálfari Norður-Írlands segir konur tilfinningaríkari en karla: Hefur beðist afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 13:31 Kenny Shiels (lengst til vinstri) ræðir við leikmenn sína. Sky Sports Kenny Shiels, þjálfari kvennalandsliðs Norður-Írlands í fótbolta, telur að konur séu tilfinningaríkari en karlar. Opinberaði hann skoðun sína á blaðamannafundi eftir 5-0 tap N-Írlands gegn Englandi í undankeppni HM 2023. Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira