Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Snorri Másson skrifar 13. apríl 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum sem fóru fram hjá Eflingu í febrúar. Stöð 2/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Við hópuppsagnir er lögbundið að gera samkomulag við trúnaðarmenn starfsfólksins. Það var gert í gær í tengslum við 57 manna uppsögn á skrifstofu Eflingar. „Sem betur fer þá skilaði það já ásættanlegri niðurstöðu þar sem tekið var tillit til þeirra athugasemda sem hægt var að koma til móts við. Og það var alltaf tilgangurinn,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Hún var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vildu þeir ekkert stöðva að það kæmi til þessarar hópuppsagnar? „Þú verður að fá frá þeim þeirra hugmyndir og sýn á það hvað þau ætluðu sér að ná fram. En tilgangurinn með samræðunni var aldrei að bjóða upp á að þetta yrði stöðvað, enda var stjórn búin að samþykkja að farið yrði í þessar skipulagsbreytingar.“ Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu, er harðorð í garð formannsins á Facebook, þar sem hún skrifar að vanvirðingin við starfsfólkið sé fordæmalaus. Hún hafi í veikindaleyfi sínu fengið uppsagnarbréf klukkan tvö í nótt. Sólveig segir að bréfin hafi verið send að loknu samráðinu - þar skipti ekki höfuðmáli klukkan hvað þau berist. Samkomulagið felur í sér að allir fái þriggja mánaða uppsagnarfrest Starfsfólkið hjá Eflingu, þau eru líka flest sjálf hjá Eflingu sem starfsfólk, eru þau ekki í óþægilegri stöðu ef þau vilja leita réttar síns? „Að sjálfsögðu verða öll réttindi virt að öllu leyti. Og það er satt best að segja fráleitt að einhverjum detti eitthvað annað í hug.“ Og geta þau notað lögfræðing Eflingar til að sækja eigið mál? „Það mun bara koma í ljós hvernig fólk telur best að fara fram með það, ég tel ekki að það verði nein ástæða fyrir neinar lögsóknir.“ Öll sú gagnrýni sem þið hafið mætt fyrir þessa ákvörðun, telurðu að hún sé að einhverju leyti réttlætanleg eða bara eintómar árásir? „Ég tel að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé ómálefnaleg og mér finnst náttúrulega ótrúlegt að fylgjast með framgöngu háttsettra aðila innan hreyfingar vinnandi fólks í gær, eins og til dæmis forseta Alþýðusambandsins.“ Þar vísar Sólveig Anna Jónsdóttir til ummæla Drífu Snædal og Sólveig bætir því við, að traust hennar til forystu Alþýðusambandsins hafi nú alveg gufað upp. Í greinargerð til stjórnar um hópuppsögnina kemur fram að þegar fólk verður komið aftur til starfa verði starfskjörin breytt; þau missa fasta yfirvinnu, ókeypis hádegismat og eftirvinna komi í stað yfirvinnu þegar skipulögð verkefni eru unnin utan dagvinnutíma.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent