Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Atli Arason skrifar 12. apríl 2022 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira