Slakað á í Sjanghæ: 4,8 milljónum hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 09:48 Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. AP Yfirvöld í Kína hafa slakað lítillega á sóttvörnum í Sjanghæ og stórum hluta þeirra 25 milljóna sem þar búa var hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur. Fjölmiðlar ytra segja fólk hafa hlaupið í verslanir til að kaupa matvæli eftir mikla inniveru. AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira