Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 12:15 Páll Magnússon sagði í gær frá því að kunningi hans hefði grætt milljónir á útboðinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, á nokkrum klukkustundum. Gerður segir það ekki gott ef menn misnota útboð á ríkiseignum. Samsett Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður. Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður.
Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00