Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 08:01 Lorenzo Pellegrini og Alfons Sampsted í baráttunni í Bodö í gærkvöld. Getty Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira