Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 08:01 Lorenzo Pellegrini og Alfons Sampsted í baráttunni í Bodö í gærkvöld. Getty Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira