„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 19:30 Glódís Perla, miðvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. „Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
„Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15