„Þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 16:30 Atli Arnarsson vinnur að sinni fyrstu plötu. Birna Schram Tónlistarmaðurinn Atli Arnarsson gefur út sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag við nýtt lag af komandi plötu hans Stígandi. Lagið nefnist Siglandi. Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56