Símar, smábörn og ýmislegt annað bannað í endurkomu Tiger Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 13:01 Endurkoma Tiger Woods hefur vakið mikla athygli eins og sjá mátti á æfingahring hans. Færri komust að en vildu. Keyur Khamar/Getty Images Mastersmótið í golfi hefst í dag og stendur fram til sunnudags, 10. apríl. Tiger Woods tekur þátt aðeins rúmlega ári eftir skelfilegt bílslys. Það fá þó ekki öll að bera goðið augum og þá verða engar myndatökur er símar eru bannaðir á mótinu. Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira