Helmingurinn ánægður með framlagið til Eurovision Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 17:42 Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Helmingur Íslendinga segist ánægður með framlag okkar til Eurovision þetta árið. Það er samkvæmt könnum sem Prósent framkvæmdi nýverið en einungis tuttugu prósent sögðu óánægð. Niðurstöður Prósents gefa til kynna að ánægjan með framlagið eykst töluvert með aldri. Í 18 – 24 ára sögðust 44 prósent óánægð með lagið og einungis átta prósent í aldurshópnum 65 ára og eldri. Sama er upp á teningnum með það hvort þessir hópar eru ánægðir með lagið. 32 prósent 18 til 24 ára segjast ánægð en þegar kemur að 65 og eldri segjast 63 prósent ánægð. Helmingur Íslendinga telur sömuleiðis líklegt að lagið komist áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið en 24 prósent telja það ólíklegt. 45 prósent þeirra sem sögðust ánægð með lagið telja líklegt að það komist áfram úr undankeppninni en 22 prósent þeirra telja það ólíklegt. 95 prósent þeirra sem eru óánægð með lagið telja ólíklegt að það komist í úrslitakeppnina. Könnunin var gerð frá 21. til 31. mars og 1.127 manns tóku þátt í henni. Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Niðurstöður Prósents gefa til kynna að ánægjan með framlagið eykst töluvert með aldri. Í 18 – 24 ára sögðust 44 prósent óánægð með lagið og einungis átta prósent í aldurshópnum 65 ára og eldri. Sama er upp á teningnum með það hvort þessir hópar eru ánægðir með lagið. 32 prósent 18 til 24 ára segjast ánægð en þegar kemur að 65 og eldri segjast 63 prósent ánægð. Helmingur Íslendinga telur sömuleiðis líklegt að lagið komist áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið en 24 prósent telja það ólíklegt. 45 prósent þeirra sem sögðust ánægð með lagið telja líklegt að það komist áfram úr undankeppninni en 22 prósent þeirra telja það ólíklegt. 95 prósent þeirra sem eru óánægð með lagið telja ólíklegt að það komist í úrslitakeppnina. Könnunin var gerð frá 21. til 31. mars og 1.127 manns tóku þátt í henni.
Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira