Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2022 13:01 Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir AGF. Getty/Lars Ronbog „Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“ Danski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“
Danski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira