O’Brien er aðeins átján ára gömul og sló með þessu metið sem íslenska CrossFit-konan Anníe Mist Þórisdóttir setti árið 2011.
Anníe Mist var 21 árs gömul þegar hún vann The Open fyrir ellefu árum síðan og þar til í ár hafði engin yngri CrossFit kona náð að vinna opna hlutann.
Anníe er auðvitað enn að og náði besta árangrinum af íslensku stelpunum í The Open í ár með því að ná átjánda sætinu.
O’Brien var samt ekki að taka met af Anníe í fyrsta sinn því það gerði hún einnig á heimsleikunum síðasta haust.
O’Brien var þá sú yngsta til að vinna grein á sjálfum heimsleikunum þá aðeins sautján ára gömul. Anníe hafði verið nítján ára þegar hún vann sína fyrstu grein sem var á heimsleikunum árið 2009.
Mal stóð sig stórkostlega í The Open og vann meðal annars tvær af þremur vikunum. Það er aðeins í áttunda skiptið sem sama konan vinnur tvær vikur í The Open.
Með því að enda að meðaltali í 1,333 sæti þá náði hún besta meðalsæti í sögu The Open en gamla metið var í eigu Samönthu Briggs sem endaði í 3,2 sæti árið 2013.
Árangur Mal O’Brien er mjög athyglisverður því hún var kosin besti nýliðinn á síðustu heimsleikum en gerði svona vel að byggja ofan á þann frábæra árangur og gera betur en allir í opna hlutanum í ár.