Lífið

Emilía Hug­rún úr FSu vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Keppnin var sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld.
Keppnin var sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld. RÚV

Emilía Hugrún Lárusdóttir, fulltrúi Fjölbrautarskóla Suðurlands, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt hljómsveit núverandi og fyrrverandi nemenda skólans. Keppnin fór fram á Húsavík í kvöld.

Emilía Hugrún söng lagið I'd rather go blind eftir Ettu James með slíkum tilþrifum að sigurinn varð hennar. Telja má líklegt að íbúar í Þorlákshöfn hafi fagnað sigrinum vel í kvöld enda Emilía hetja bæjarins í kvöld.

Emilía tryggði sér þátttökuréttinn með sigri í skólakeppninni hjá FSu fyrir tveimur vikum.

Rakel Björgvinsdóttir úr Menntaskólanum í tónlist hafnaði í öðru sæti með lagið No Time to Die

Þorsteinn Helgi Kristjánsson úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja hafnaði í þriðja sæti en hann flutti lagið 70MPH. Þorsteinn hafnaði einmitt í öðru sæti í keppninni í fyrra.


Tengdar fréttir

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Siglósveitin sigraði og hlakkar til að mæta í skólann

Það er óhætt að segja að íbúar á Tröllaskaga og þá sér í lagi Siglfirðingar séu að rifna úr stolti ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga komu, sáu og sigruðu í Söngkeppni framhalsskólanna sem fram fór í Ríkissjónvarpinu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.