Hundrað dollara gerviseðill vekur furðu í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 14:23 Að sögn Björns Berg fóru þau hjá Íslandsbanka í það að kanna málið og niðurstaðan er sú að nánast ómögulegt er að annað eins og það að maður hafi fengið gerviseðil í hendur frá bankanum hafi getað hafa átt sér stað. vísir/vilhelm/skjáskot Ómögulegt er að ganga úr skugga um hvaðan 100 dollara gerviseðill kemur en íslenskur ferðalangur telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur við gjaldeyriskaup í Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar. Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar.
Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira