Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:35 Chris Rock mætir á fyrri sýningu af tveimur í Boston í gærkvöldi. Getty/Barry Chin Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Sjá meira
Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Sjá meira
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið