Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 08:31 Leikmenn Barcelona fagna eftir öruggan 5-2 sigur á Real Madríd í gærkvöldi. Twitter@FCBfemeni Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna. Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00