Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Elísabet Hanna skrifar 30. mars 2022 18:19 Bruce Willis kveður leiklistina eftir glæstan feril. Getty/ Jim Spellman Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54
Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30