Mané skaut Senegal á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 19:58 Sadio Mané skoraði úr fimmtu spyrnu Senegal og tryggði liðinu farseðilinn á HM. Visionhaus/Getty Images Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Boulaye Dia kom Senegal yfir strax á þriðju mínútu leiksins og því var allt orðið jafnt í einvíginu snemma leiks. Þetta reyndist eina markið sem var skorað í venjulegum leiktíma og niðurstaðan að 90 mínútum loknum því 1-0, Senegal í vil. Samalagt var staðan 1-1 og því þurfti að framlengja. Ekki tókst liðunum að finna netmöskvana í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Kalidou Koulibaly tók fyrstu spyrnuna fyrir Senegal, en setti boltann í þverslánna. Mohamed Salah var fyrstur á punktinn fyrir Egypta, en hann þrumaði boltanum yfir markið og staðan því enn jöfn eftir fyrstu tvær spyrnurnar. Saliou Ciss var næstur á punktinn fyrir Senegal, en hann lét Mohamed El Shenawi verja frá sér. Zizo fékk því tækifæri til að koma Egyptum yfir, en hann setti boltann framhjá og var því ekkert mark komið í vítaspyrnukeppnina eftir fjórar spyrnur. Það hlaut þó að koma að því að liðin myndu skora. Ismaila Sarr kom Senegal yfir áður en Amr Al Sulaya jafnaði metin. Ahmadou Bamba Dieng kom Senegal í 2-1, en Mostafa Mohamed lét Edouard Mendy verja frá sér. Sadio Mané fékk því tækifæri til að tryggja Senegal sigur í fimmtu spyrnu liðsins. Hann gerði engin mistök og skoraði af miklu öryggi framhjá Mohamed El Shenawi og farseðillinn á HM var því í höfn. Fótbolti HM 2022 í Katar Senegal Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Boulaye Dia kom Senegal yfir strax á þriðju mínútu leiksins og því var allt orðið jafnt í einvíginu snemma leiks. Þetta reyndist eina markið sem var skorað í venjulegum leiktíma og niðurstaðan að 90 mínútum loknum því 1-0, Senegal í vil. Samalagt var staðan 1-1 og því þurfti að framlengja. Ekki tókst liðunum að finna netmöskvana í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Kalidou Koulibaly tók fyrstu spyrnuna fyrir Senegal, en setti boltann í þverslánna. Mohamed Salah var fyrstur á punktinn fyrir Egypta, en hann þrumaði boltanum yfir markið og staðan því enn jöfn eftir fyrstu tvær spyrnurnar. Saliou Ciss var næstur á punktinn fyrir Senegal, en hann lét Mohamed El Shenawi verja frá sér. Zizo fékk því tækifæri til að koma Egyptum yfir, en hann setti boltann framhjá og var því ekkert mark komið í vítaspyrnukeppnina eftir fjórar spyrnur. Það hlaut þó að koma að því að liðin myndu skora. Ismaila Sarr kom Senegal yfir áður en Amr Al Sulaya jafnaði metin. Ahmadou Bamba Dieng kom Senegal í 2-1, en Mostafa Mohamed lét Edouard Mendy verja frá sér. Sadio Mané fékk því tækifæri til að tryggja Senegal sigur í fimmtu spyrnu liðsins. Hann gerði engin mistök og skoraði af miklu öryggi framhjá Mohamed El Shenawi og farseðillinn á HM var því í höfn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Senegal Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira