Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 10:54 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins er tekinn við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. „Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“ Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“
Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira