Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Karl Lúðvíksson skrifar 29. mars 2022 09:42 Sindri Hlíðar Jónsson með vænan urriðar af Kárastöðum mí Þingvallavatni FIshpartner er að verða einn af stóru þáttakendunum í sölu veiðileyfa á Íslandi en þeir leggja sérstaka áherslu á silungsveiði og líklega er engin aðili með jafn mikið af silungsveiðisvæðum á sínum örmum. Það er ótrúlega gaman að fara í gegnum úrvalið af veiðisvæðum sem nú er í boði hjá Fishpartner og mörg svæði sem líklega margir eiga alveg eftir að kynnast. Nokkur svæði eru þegar mjög vinsæl og má þar til dæmis nefna Köldukvísl sem er löngu uppseld og nú er að sama skapi mikil ásókn í veiðisvæðið við Vatnamót sem félagið tók nýlega yfir. Veiðivísir sendi Sindra Hlíðar Jónssyni einum af eiganda félagsins og yfir leiðsögumanni nokkrar spurningar varðandi komandi veiðitímabil sem hefst í vikunni. Hvernig leggst komandi veiðisumar í þig? Bara mjög vel. Mikið bókað hjá okkur og alltaf mikil spenna á þessum árstíma rétt áður en tímabilið byrjar. Eru einhver ný svæði hjá Fishpartner á komandi tímabili? Við tókum Vatnamót, Fossála og Þverá á leigu núna fyrir þetta ár. Allt svæðið verið sett í veiða/sleppa fyrirkomulag og erum mjög spenntir að sjá hvernig það kemur út, en það hefur náttúrlega gefið frábæra raun í stærri og fleiri fiskum í t.d bæði Tungufljóti og Eldvatni. Svo vorum við að byrja selja í svæði sem heitir Hagaós og er ármótarsvæði Hólaá og Brúará. Er mjög spenntur að reyna við bleikjuna þar sjálfur. Hvaða svæði eru vinsælust þá í silungsveiði, laxveiði og sjóbirting? Í raun öll. Held maður hafi aldrei fundið fyrir jafn miklum veiðiáhuga bæði innlands sem erlendis frá og bara mjög misjafnt hverju fólk er að leitast eftir. En Kaldakvísl og Tungnaá og Tungufljót hafa verið í smá sérflokki þegar kemur að ásókn þar sem færri en vilja komast að. Hvað svæði myndir þú ráðleggja byrjendum en prófa? Vötnin í kringum Reykjavík eru náttúrlega stórkostleg og fullkomin fyrir byrjendur sem lengra komna. Rosalega mikið af perlum stutt frá borgini. Skiptir náttúrlega mestu máli að byrjendur komist í fisk og mörg vötnin í kringum Reykjavík eru frábær í það. Af okkar svæðum myndi ég einna helst mæla með að menn gerist Veiðifélagar og fái frían aðgang að 15 vötnum, vötnin í Svínadal og Laxárvatn eru inni í því og mjög byrjendavæn að mínu mati. En lengra komnum? Það er svo misjafnt hvað menn eru að leitast að með veiðinni hvort það sé stærð, magn eða heildar upplifunin svo það er erfitt að alhæfa. Fyrir mitt leiti á sjóbirtingurinn hug minn og hjarta. Eru margir erlendir veiðimenn að leita til ykkar með veiðileyfi og hvað eru þeir helst að sækja í? Erlendir sem innlendir veiðimenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir og hvað þeir eru að leitast eftir jafn fjölbreytt og veiðimannaflóran. Það eru veiðimenn að leita til okkar sem vilja bara fara með tjald upp á heiði, og allt upp í menn sem vilja ekkert nema mesta lúxus sem er í boði. Við höfum reynt og munum áfram að þjónusta alla þá sem leita til okkar. Kemstu eitthvað sjálfur að veiða í sumar? Að sjálfsögðu. Maður væri ekki í þessum bransa nema maður er forfallinn og til að vera við árnar allt tímabilið, ætli maður sé ekki í vöðlum að lágmarki 4-5 daga vikunar allt tímabilið, en það er auðvitað mikið af leiðsögn og ekki bara eigin veiði inn í því. Maður byrjar á Kárastöðum 1.april ef aðstæður leyfa, svo austur í birting í Vatnamótum, Fossálum og Tungufljót. Eftir það er maður lítið búin að bóka á sjálfan sig nema daga í Sandá í Þjórsárdal í haust, dag í Elliðárnar og loka hollið í Tungufljótið. En maður á eftir að fara svolítið í Þingvallavatn, hálendisárnar okkar, Brúará og svo er maður alltaf duglegur að skjótast í Hólmsá eða Elliðavatn á kvöldin þegar maður er í bænum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Það er ótrúlega gaman að fara í gegnum úrvalið af veiðisvæðum sem nú er í boði hjá Fishpartner og mörg svæði sem líklega margir eiga alveg eftir að kynnast. Nokkur svæði eru þegar mjög vinsæl og má þar til dæmis nefna Köldukvísl sem er löngu uppseld og nú er að sama skapi mikil ásókn í veiðisvæðið við Vatnamót sem félagið tók nýlega yfir. Veiðivísir sendi Sindra Hlíðar Jónssyni einum af eiganda félagsins og yfir leiðsögumanni nokkrar spurningar varðandi komandi veiðitímabil sem hefst í vikunni. Hvernig leggst komandi veiðisumar í þig? Bara mjög vel. Mikið bókað hjá okkur og alltaf mikil spenna á þessum árstíma rétt áður en tímabilið byrjar. Eru einhver ný svæði hjá Fishpartner á komandi tímabili? Við tókum Vatnamót, Fossála og Þverá á leigu núna fyrir þetta ár. Allt svæðið verið sett í veiða/sleppa fyrirkomulag og erum mjög spenntir að sjá hvernig það kemur út, en það hefur náttúrlega gefið frábæra raun í stærri og fleiri fiskum í t.d bæði Tungufljóti og Eldvatni. Svo vorum við að byrja selja í svæði sem heitir Hagaós og er ármótarsvæði Hólaá og Brúará. Er mjög spenntur að reyna við bleikjuna þar sjálfur. Hvaða svæði eru vinsælust þá í silungsveiði, laxveiði og sjóbirting? Í raun öll. Held maður hafi aldrei fundið fyrir jafn miklum veiðiáhuga bæði innlands sem erlendis frá og bara mjög misjafnt hverju fólk er að leitast eftir. En Kaldakvísl og Tungnaá og Tungufljót hafa verið í smá sérflokki þegar kemur að ásókn þar sem færri en vilja komast að. Hvað svæði myndir þú ráðleggja byrjendum en prófa? Vötnin í kringum Reykjavík eru náttúrlega stórkostleg og fullkomin fyrir byrjendur sem lengra komna. Rosalega mikið af perlum stutt frá borgini. Skiptir náttúrlega mestu máli að byrjendur komist í fisk og mörg vötnin í kringum Reykjavík eru frábær í það. Af okkar svæðum myndi ég einna helst mæla með að menn gerist Veiðifélagar og fái frían aðgang að 15 vötnum, vötnin í Svínadal og Laxárvatn eru inni í því og mjög byrjendavæn að mínu mati. En lengra komnum? Það er svo misjafnt hvað menn eru að leitast að með veiðinni hvort það sé stærð, magn eða heildar upplifunin svo það er erfitt að alhæfa. Fyrir mitt leiti á sjóbirtingurinn hug minn og hjarta. Eru margir erlendir veiðimenn að leita til ykkar með veiðileyfi og hvað eru þeir helst að sækja í? Erlendir sem innlendir veiðimenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir og hvað þeir eru að leitast eftir jafn fjölbreytt og veiðimannaflóran. Það eru veiðimenn að leita til okkar sem vilja bara fara með tjald upp á heiði, og allt upp í menn sem vilja ekkert nema mesta lúxus sem er í boði. Við höfum reynt og munum áfram að þjónusta alla þá sem leita til okkar. Kemstu eitthvað sjálfur að veiða í sumar? Að sjálfsögðu. Maður væri ekki í þessum bransa nema maður er forfallinn og til að vera við árnar allt tímabilið, ætli maður sé ekki í vöðlum að lágmarki 4-5 daga vikunar allt tímabilið, en það er auðvitað mikið af leiðsögn og ekki bara eigin veiði inn í því. Maður byrjar á Kárastöðum 1.april ef aðstæður leyfa, svo austur í birting í Vatnamótum, Fossálum og Tungufljót. Eftir það er maður lítið búin að bóka á sjálfan sig nema daga í Sandá í Þjórsárdal í haust, dag í Elliðárnar og loka hollið í Tungufljótið. En maður á eftir að fara svolítið í Þingvallavatn, hálendisárnar okkar, Brúará og svo er maður alltaf duglegur að skjótast í Hólmsá eða Elliðavatn á kvöldin þegar maður er í bænum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði