Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:31 Skiptar skoðanir voru á því hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið. Stöð 2 Sport Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu. Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Til stendur að festa sumartímann í Bandaríkjunum í sessi sem myndi hafa í för með sér að allan ársins hring yrði fjögurra klukkutíma mismunur á milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að þessar hugmyndir falli vel í kramið hjá NBA-áhugamönnum. „Frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu“ „Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem fylgjast með NBA í Evrópu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson og bætti við: „Ég veit ekki hversu oft ég hef bölvað úrslitunum yfir því að þau séu svona seint. Bara ef þau myndu byrja klukkan 12 í staðinn fyrir klukkan 1 myndi breyta mjög miklu. Ég fagna þessu og það er massívur meirihluti fyrir þessu í öldungadeildinni þannig að þetta er að fara í gegn.“ Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já Meira var deilt um það hversu mikla virðingu Phoenix Suns ættu skilið eftir að hafa drottnað yfir deildarkeppninni í vetur. „Eiga meiri virðingu skilið“ „Þeir hafa ekki fengið virðinguna sem þeir eiga skilið fyrir að vera frábært „regular season“ lið í ár. Ég veit ekki af hverju það er,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Fólk er kannski orðið þreytt á að tala upp Chris Paul. Eitthvað með markaðinn í Phoenix. En þetta er langbesta liðið á þessu tímabili í „regular season“. Við getum rifist um hvort þeir séu líklegastir til að verða meistarar en þeir eiga meiri virðingu skilið en þeir hafa fengið frá skríbentum og okkur,“ sagði Hörður. Sérfræðingarnir ræddu einnig um D‘Angelo Russell, leikmann Minnesota Timberwolves, og það hvort að LA Clippers myndu leggja Úlfana að velli í umspilsleik en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira