Verratti biður reiða Ítala um að láta ungu landsliðsmennina í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 11:00 Marco Verratti eftir leikinn á móti Norður Makedóníu þar sem HM-draumur Ítala dó mjög óvænt. EPA-EFE/CARMELO IMBESI Ítalir verða ekki með á HM í fótboltar í Katar í nóvember á þessu ári og verður þetta önnur heimsmeistarakeppnin í röð þar sem ítalska landsliðið er ekki með. Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira