Björgvin Karl bestur í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson átti mjög góða helgi í átta manna úrslitum heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sýndu styrk sinn þegar undankeppni heimsleikanna hélt áfram um helgina. Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira