Fótbolti

Kanada á HM í fyrsta sinn í 36 ár

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gleðin var við völd í Toronto í kvöld.
Gleðin var við völd í Toronto í kvöld. vísir/Getty

Kanadamenn eru komnir með farseðil á HM í fótbolta 2022 sem fram fer í Katar í lok árs.

Þetta varð ljóst eftir 4-0 sigur Kanada á Jamaíka í Toronto í kvöld þar sem Cyle Larin, Tajon Buchanan og Junior Hoilett voru á skotskónum auk þess sem Adrian Mariappa gerði sjálfsmark.

Þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem Kanada kemst í lokakeppni HM en síðast gerðist það á HM í Mexíkó árið 1986 þar sem Kanada tapaði öllum þremur leikjum sínum án þess að skora mark.

Kanada hefur litið afar vel út í undankeppninni en þeir Jonathan David og Alphonso Davies, sem báðir eru fæddir árið 2000, eru skærustu stjörnur liðsins og hafa leitt uppgang kanadíska landsliðsins á undanförnum árum.

Davies, sem leikur með Bayern Munchen, var fjarri góðu gamni í kvöld en birti myndskeiðið hér að neðan þar sem hann átti erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum eftir að HM sætið var í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×