Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur við samningaborðið hjá sáttasemjara ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörnum formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“ Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“
Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31
Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?