Ítölsku fjölmiðlarnir: Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 09:32 Ítölsku landsliðsmennirnir svekkja sig eftir að varð ljóst að þeir væru ekki á leiðinni á HM í Katar. AP/Antonio Calanni Ítölsku landsliðsmennirnir fá sannarlega að heyra það í ítölsku fjölmiðlunum í morgun eftir að HM-draumur Ítala endaði með tapi á heimavelli á móti Norður Makedóníu í umspili HM í gærkvöldi. 11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
11. júlí síðastliðinn voru Ítalir á toppnum enda nýbúnir að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir nokkurra ára svartnætti var eins og ítalska landsliðið væri endurfætt undir stjórn Roberto Mancini. Nú rúmum átta mánuðum síðar er heimurinn aftur hruninn. Ítalir voru í frábærri stöðu í riðlinum til að tryggja sig beint inn á HM. Þeir klúðruðu því með hræðilegum lokakafla og lentu því í umspili. Þar stefndi í úrslitaleik við Portúgal um sæti á HM en Evrópumeistarnir komust ekki einu sinni þangað. Norður Makedónía tryggði sér sigurinn í uppbótartíma og Ítalir eru úr leik. Ítalir eru stoltir, tilfinningaríkir og ástríðufullir og allt þetta magnaðist upp þegar kemur að fótboltanum. Að missa af annarri heimsmeistarakeppninni í röð er því mikið áfall fyrir ítölsku þjóðina. Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, tók saman stöðu mála á afgerandi og skýran hátt. „Bless heimur. Bless Evrópa. Bless öll. Enn einn leikurinn sem við vitum ekki hvernig við eigum að vinna. Þetta ævintýri er búið. Leikstíll Roberto Mancini (þjálfara) er ekki lengur til,“ skrifaði blaðamaður Gazzetta dello Sport. "Fuera del mundo", la tapa de La Gazzetta dello Sport del 25 de marzo tras la sorpresiva caída de #Italia contra #MacedoniaDelNorte. pic.twitter.com/k9Cg4ZbbcE— Histoporte (@histoporte_) March 25, 2022 Blaðamaður Gazzetta dello Sport tekur ekki alveg alla af lífi heldur segir að kannski sé hægt að bjarga þeim Bastoni, Verratti, Florenzi og Raspadori en ekki fleirum. Mancini, Barella og Jorginho fá sérstaklega að heyra það. „Mancini, Barella og Jorginho eru langt frá því sem þeir voru einu sinni. Við eigum ekki skilið að komast á HM. Norður Makedónía fer í úrslitaleikinn við Portúgal. Við erum mættir aftur í heimsendinn,“ mátti lesa í Gazzetta dello Sport. „Aðra heimsmeistarakeppnina í röð þá horfum við á HM í stofunni okkar. Ótrúlegur endir, svo óvæntur og stórbrotinn,“ skrifaði blaðamaður Corriere dello Sport. Gazzetta dello Sport, led with the headline reading: 'Out of the World Cup', while claiming embattled Italy boss Roberto Mancini would have to think about resignation from his post. https://t.co/94fvFhtw4F— Ericssen (@EricssenWen) March 25, 2022 „Þetta átti að vera partý kvöld en breyttist í annan Ítalíu-Svíþjóð leik. Það sem er verra að við Evrópumeistararnir vorum ekki klárir í verkefnið. Mancini reyndi að fullvissa okkur kvöldið áður: Við erum að fara á HM til að vinna heimsmeistaratitilinn. Nú horfðum við á Katar úr fjarlægð. Þetta er orðinn óþolandi vani,“ segir enn fremur í grein Corriere dello Sport. Calcio Mercato miðillinn eyðir dágóðum tíma í að gagnrýna liðið og þá sérstaklega Roberto Mancini þjálfara þess. Það er samt smá von. „Frakkar misstu af tveimur heimsmeistarakeppnum í röð, 1990 og 1994. Árið 1998 snéri lið Aimé Jacquets og Zinedine Zidane aftur á HM og vann heimsmeistaratitilinn. Við verðum bara að vinna en því miður höfum við ekki mikinn tíma,“ skrifaði Calcio Mercato.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira