„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. mars 2022 20:25 Helgi Magnússon ræddi við Kristinn Óskarsson, dómara, í leiknum. Vísir/Vilhelm KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. „Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
„Sóknarfráköst Þórs Þorlákshafnar fóru illa með okkur. Varnarleikurinn hjá okkur í seinni hálfleik var ekki til fyrirmyndar en þessi leikur tapast á sóknarfráköstum og síðan setti Massarelli tvö stór skot,“ sagði Helgi Magnússon, eftir leik. KR spilaði vel í þriðja leikhluta og saxaði forskot Þórs niður í tvö stig sem Helgi var ánægður með. „Vörnin var góð og við hreyfðum boltann vel í sókninni. Þetta var síðan mjög einhæft hjá okkur, Þór er með gott lið en við verðum að geta fundið betri lausnir heldur en við gerðum.“ „Við létum það fara í taugarnar á okkur í fyrri hálfleik hvað leikurinn var hægur en ég reyndi að segja við mína menn að það væri okkur í hag. Ég þekki það sjálfur að maður getur verið pirraður þegar leikurinn er hægur og maður snertir ekki boltann en mér fannst að við hefðum átt að halda haus á þeim tímapunkti.“ Helgi viðurkenndi að það hafi farið mikil orka í að saxa niður forskot Þórs og þegar heimamenn minnkuðu forskotið niður í tvö stig var tankurinn tómur og Þór Þorlákshöfn gekk á lagið. Isaiah Joseph Manderson, Bandaríkjamaður KR, lék sinn þriðja leik með liðinu og fannst Helga hann eiga mikið inni. „Mér finnst hann koma ágætlega inn í liðið, það eru hlutir sem hann þarf að bæta og gera betur. Mér fannst hann standa sig ágætlega í leiknum og ekkert sérstakt út á hann að setja,“ sagði Helgi og taldi síðan upp það sem Manderson þarf að bæta. „Ég væri til í að sjá hann rúlla betur á körfuna, gefa betri hindranir og þá getur hann búið til vandræði þar sem við erum með leikmenn fyrir utan sem geta refsað. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga og á það ekki bara við um hann,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira