Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 23:15 Sólveig Birta Hannesdóttir er tólf ára. vísir Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“ Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Já það þurfti ekki nema tvær setningar af flutningi Sólveigar til þess að sannfæra söngvarann Alvaro um að snúa sér við. Dómararnir voru það hrifnir af áheyrnarprufunni að allir snéru þeir sér við og vildu starfa með Íslendingnum. Söngelsk fjölskylda „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínu líti. Mamma og pabbi syngja bæði. Pabbi spilar á gítar og mamma á píanó. Þetta hefur alltaf verið hefð í fjölskyldunni að syngja saman,“ sagði Sólveig Birta Hannesdóttir, 12 ára keppandi í The Voice Kids. Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki. „Ég ætla einn daginn að vera þarna“ Sólveig var einungis sex ára þegar hún horfði á the Voice með vinkonum sínum og sagði þeim að einn daginn ætlaði hún að taka þátt í keppninni. „Þegar ég var yngri héldum við Voice kids kvöld og ég sagði: Ég ætla einn daginn að vera þarna. Ég var búin að spurja mömmu í nokkur ár hvort ég mætti taka þátt og í ár var tíminn.“ Stressandi en skemmtilegt Hún segir að það hafi verið ótrúlega stressandi að syngja fyrir framan dómnefndina á föstudaginn, en umfram allt skemmtilegt. „Og enn meira gaman og spennandi að komast áfram þannig þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Sólveig sem átti ekki von á því að dómararnir myndu snúa sér við. „Ég fékk alveg sjokk þegar Alvaro snéri sér fyrst við eftir fyrstu tvær setningarnar og ég fékk bara svona „VÓ.“ Sólveig hefur fengið jákvæðar viðtökur og er hún enn að meðtaka viðbrögðin. „Ég hef fengið skilaboð frá vinum, fjölskyldu og ókunnugum líka. Þetta er alveg smá sjokk fyrir mig. Allt í einu fæ ég sent frá fullt af ókunnugu fólki sem sá flutninginn.“ Næst á dagskrá hjá Sólveigu er svokallaður bardagi þar sem hún keppir við tvo aðra úr liði Alvaro um að komast áfram. „Það eru þrjár umferðir eftir af áheyrnarprufum og svo kemur þetta „battle.“ Listræn framtíð Hún segir að draumurinn sé að verða söngkona en margt annað heilli hana líka eins og handbolti og myndlist. „Auðvitað er það draumur að syngja en svo spila ég líka handbolta og teikna þannig söngurinn hefur verið meira áhugamál en auðvitað væri draumur að vinna sem söngkona.“
Íslendingar erlendis Tónlist Hæfileikaþættir Þýskaland Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“