Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 16:27 Rita er lengst til vinstri á mynd og Giuls heldur á skilti sem á íslensku gæti útlagst sem: Ég sneri á mér ökklann en er samt mætt! Vísir/Sigurjón Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four. Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Sjá meira
Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four.
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Sjá meira
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39