„Allt of snemma“ spáin fyrir Bestu-deild kvenna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 13:30 Valskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrra og eru sigurstranglegastar í ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þættinum af Lengjubikarmörkum kvenna þá fékk Helena Ólafsdóttir sérfræðinga sína, þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Sonnýju Láru Þráinsdóttur, til að spá fyrir um lokaröðina í Bestu-deild kvenna í sumar. Það er náttúrulega enn meira en mánuður í að fyrsti leikur verður spilaður og undirbúningstímabilið en í fullum gangi og það var því krefjandi verkefni fyrir þær stöllur að spá öllum liðunum í ákveðið sæti. „Fullsnemmt sko,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í léttum tón en lét sig hafa það að spá eins og Margrét Lára. Þær voru alveg sammála um fimm efstu liðin. „Þið eruð sammála um Val í fyrsta sætið og Breiðablik í annað sætið. Þið eruð líka báðar með Selfoss í þriðja sætinu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Lengjubikarmarka kvenna. „Ég hef bara ofboðslega mikla trú á þessu dæmi á Selfossi. Hef auðvitað ofboðslega mikla trú á Birni og Báru. B-in tvö eiga eftir að standa sig virkilega vel. Þau eru frábærir þjálfarar og eru líka búin að fá til sín góða leikmenn og það eru líka góðir leikmenn fyrir á Selfossi. Um leið og þær finna sinn takt, fara að vinna leiki og fá sjálfstraust, þá hef ég mikla trú á því að þær eiga eftir að gefa Val og Breiðablik harða baráttu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Liðin í öðru til sjötta sæti gætu endað alls staðar,“ sagði Sonný Lára. „Við sáum að Lengjubikarinn var mjög jafn fyrir utan Val og Breiðablik. Það kom ekki í ljós fyrr en í síðasta leik hvaða lið færi í undanúrslitin með Val og Breiðabliki,“ sagði Margrét. Sérfræðingarnir voru ekki sammála um fallliðin. Það má sjá alla spána þeirra Margrétar Láru og Sonný Láru sem og rökstuðning þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Snemmbúin spá fyrir Bestu deild kvenna 2022 Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Það er náttúrulega enn meira en mánuður í að fyrsti leikur verður spilaður og undirbúningstímabilið en í fullum gangi og það var því krefjandi verkefni fyrir þær stöllur að spá öllum liðunum í ákveðið sæti. „Fullsnemmt sko,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir í léttum tón en lét sig hafa það að spá eins og Margrét Lára. Þær voru alveg sammála um fimm efstu liðin. „Þið eruð sammála um Val í fyrsta sætið og Breiðablik í annað sætið. Þið eruð líka báðar með Selfoss í þriðja sætinu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Lengjubikarmarka kvenna. „Ég hef bara ofboðslega mikla trú á þessu dæmi á Selfossi. Hef auðvitað ofboðslega mikla trú á Birni og Báru. B-in tvö eiga eftir að standa sig virkilega vel. Þau eru frábærir þjálfarar og eru líka búin að fá til sín góða leikmenn og það eru líka góðir leikmenn fyrir á Selfossi. Um leið og þær finna sinn takt, fara að vinna leiki og fá sjálfstraust, þá hef ég mikla trú á því að þær eiga eftir að gefa Val og Breiðablik harða baráttu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Liðin í öðru til sjötta sæti gætu endað alls staðar,“ sagði Sonný Lára. „Við sáum að Lengjubikarinn var mjög jafn fyrir utan Val og Breiðablik. Það kom ekki í ljós fyrr en í síðasta leik hvaða lið færi í undanúrslitin með Val og Breiðabliki,“ sagði Margrét. Sérfræðingarnir voru ekki sammála um fallliðin. Það má sjá alla spána þeirra Margrétar Láru og Sonný Láru sem og rökstuðning þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Snemmbúin spá fyrir Bestu deild kvenna 2022 Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira