Jenner sagði frá þessu á Instagram-síðu sinni í gær. „Ykkur til upplýsingar þá er nafn sonar okkar ekki lengur Wolf,“ sagði Jenner. „Okkur líður einfaldlega þannig að það væri ekki hann. Vildi bara deila þessu þar sem ég sé [nafnið] Wolf alls staðar.“

Hin 24 ára Jenner gefur ekkert upp um nýtt nafn sonarins, eða þá hvort að millinafninu Jacques verði einnig breytt.
Í frétt People segir að tilkynningin komi fáeinum klukkustundum eftir að Jenner birti nýtt myndband á YouTube, tileinkuðu syni hennar, Til sonar okkar.
Kylie Jenner og Travis Scott eiga fyrir dótturina Stormi Webster, fjögurra ára.