Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 22:44 Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu en upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast. EPA/Johan Nilsson Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50