Overmars fljótur að finna sér nýtt starf þrátt fyrir óviðeigandi hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 17:31 Marc Overmars var ekki lengi atvinnulaus en færir sig yfir frá Hollandi til Belgíu. Getty/Gerrit van Keulen Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marc Overmars var ekki lengi að finna sér nýtt starf í fótboltaheiminum þrátt fyrir að hafa yfirgefið Ajax með skömm fyrir aðeins meira en mánuði síðan. Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira