„Gæti ekki gerst á verri tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 13:00 Elías Rafn Ólafsson missir af landsleikjunum við Finnland á laugardaginn og Spán í næstu viku en nær mögulega að spila í Þjóðadeildinni í júní. Getty/Alex Nicodim Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta. Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“ Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Segja má að upphaf atvinnumannsferils Elíasar, síðustu misseri, hafi verið draumi líkast en síðasta vika líkari martröð. Hann vann sér í fyrra inn stöðu sem aðalmarkvörður eins besta liðs Skandinavíu, Midtjylland í Danmörku, og sló þannig út danska HM-farann Jonas Lössl sem á endanum var lánaður til Brentford í Englandi. Elías vann sig sömuleiðis inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins síðasta haust og hefði sjálfsagt verið að fara að mæta stórliði Spánar í næstu viku en nú verður ekkert af því. „Ég fékk bara högg á framhandlegginn og hann brotnaði,“ segir Elías sem meiddist í 1-0 sigri Midtjylland gegn Silkeborg í gær. Elias olafsson frygter det værste efter sammenstødet med Vallys og kom ud med en kraftig støtteskinne på armen #siffcm #sldk #fcm https://t.co/rMfGHkDm4w— Klaus Egelund (@klausegelund) March 20, 2022 „Þetta var 50/50 stungusending, ég kom út í boltann og hann [Nicolai Vallys, leikmaður Silkeborg] var svolítið seinn að hoppa og fór af fullum krafti í handlegginn á mér með fætinum. Þetta var helvíti vont þarna á þessu augnabliki, og eftir á líka,“ segir Elías sem komst svo að því um kvöldið að um handleggsbrot væri að ræða. „Var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta“ Síðustu dagar hafa verið Elíasi erfiðir því meiðslin bætast ofan á vonbrigðin yfir sjaldséðum en skrautlegum mistökum sem Elías gerði á lokamínútu toppslagsins við FC Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku, sem urðu til þess að FCK vann 1-0 og náði sex stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta gerist bara í fótboltanum. Það gera allir mistök. Auðvitað var það svekkjandi, og enn frekar vegna þess hvaða leikur þetta var og að þetta var á síðustu sekúndunni. Ég var mjög spenntur að fá að keppa aftur til að komast almennilega yfir þetta. Þetta er bara pirrandi og leiðinlegt,“ segir Elías. Mögulega með í Þjóðadeildinni Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar, áður en endurhæfing hefst, og missir því af restinni af tímabilinu í Danmörku: „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Þetta gæti ekki gerst á verri tíma. Núna er bara úrslitakeppnin eftir hjá okkur, og svo er auðvitað mjög svekkjandi líka að missa af þessum landsleikjum. En maður þarf bara að lifa með þessu. Það er ekkert við þessu að gera. Það má segja að þetta séu fyrstu alvöru meiðslin. Það hefur komið upp eitthvað lítið inn á milli en ekkert svona alvarlegt. Það er samt gott að þetta eru þannig meiðsli að það er alveg ákveðinn tímarammi varðandi það hvenær maður kemur til baka,“ segir Elías sem mögulega verður klár í slaginn í júní, með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni: „Vonandi. Það er alls ekki útilokað.“
Danski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31 Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Elías handleggsbrotinn og frá út tímabilið Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær. 21. mars 2022 11:31
Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í landsliðið Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess. 20. mars 2022 23:31