„Út í hött að bera mig saman við Messi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 15:01 Óhætt er að segja að menn hjá Barcelona séu spenntir fyrir framtíðinni með Pedro „Pedri“ Gonzalez. Getty/Eric Alonso Hver þarf Messi þegar þú ert með þennan strák? Það er aftur komin mikil bjartsýni í herbúðir Barcelona eftir dimma daga undanfarin misseri. Einn af sólargeislunum er Pedri. Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi. Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi.
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira