Körfubolti

Búast við því að Steph Curry nái úrslitakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green hafa aðeins náð ellefu mínútum saman á gólfinu með Golden State Warriors á þessu tímabili.
Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green hafa aðeins náð ellefu mínútum saman á gólfinu með Golden State Warriors á þessu tímabili. AP/Jeff Chiu

Meiðsli Stephen Curry eru alvarleg en þó sem betur ekki það alvarleg að hann missi af úrslitakeppninni.

Aðalstjarna Golden State Warriors liðsins meiddist í leik á móti Boston Celtics þegar hann var í baráttunni um lausan bolta við Marcus Smart.

Eftir myndatökur þá eru forráðamenn Golden State bjartsýnir á að Curry verði orðinn góður fyrir úrslitakeppnina en liðið þarf að vera án hans næstu vikurnar. Curry er tognaður á vinstri fæti en virðist hafa sloppið við alvarlegri meiðsli.

Curry mun þó fara í frekari rannsóknir og Golden State er meðal annars að ráðfæra sig við sérfræðinginn Dr. Richard Ferkel sem er mjög virtur í faginu.

Þjálfarinn Steve Kerr og fyrirliðinn Draymond Green voru ekki sáttir með skutlu Marcus Smart en létu sér þó bara nægja að kalla þetta hættulegt og ónauðsynlegt.

Golden State Warriors gengur mjög illa að halda öllum sínum stjörnuleikmönnum heilum því Draymond Green var nýkominn til baka þegar Curry meiddist.

Curry, Green og Klay Thompson hafa sem dæmi aðeins náð samtals ellefu mínútum inn á vellinum á þessu tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×