Dramatíkin í Söngvakeppninni var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í umsjón Kristínar Ólafsdóttur. Í þáttinn mættu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Inga Straumland, formaður Siðmenntar, og Birgir Olgeirsson, fyrrverandi blaðamaður og sérfræðingur hjá Play.
Þau eiga það öll sameiginlegt að vera miklir sérfræðingar þegar kemur að málefnum Söngvakeppninnar og Eurovision.
Fréttastofa óskaði eftir því að Ríkisútvarpið sendi fulltrúa sinn í þáttinn. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem á sæti í framkvæmdastjórn keppninnar ásamt Rúnari Freyr Gíslasyni, Gísla Berg og Salóme Þorkelsdóttur, sagði Rúnar Freyr, sem einnig er framkvæmdastjóri keppninnar, eiga að svara fyrir þeirra hönd. Hann væri hins vegar sökum anna í tengslum við Eurovision ekki laus fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku í umræður.
Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan.
