Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 13:31 Una Torfadóttir semur um mannlegar tilfinningar sem við þekkjum öll. Aðsend Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Sjá meira
Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Sjá meira
Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37