Tónlist

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Reykjavíkurdætur og Elín, Beta og Sigga Eyþórsdættur mættust í lokaeinvígi Söngvakeppninnar á laugardag.
Reykjavíkurdætur og Elín, Beta og Sigga Eyþórsdættur mættust í lokaeinvígi Söngvakeppninnar á laugardag. Vísir/Hulda Margrét

Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að fimm af sjö dómurum völdu Reykjavíkurdætur í fyrsta sæti. Reykjavíkurdætur unnu aðra undankeppnina fyrir lokakvöldið og Eyþórssystur unnu hina undankeppnina. 

Lagið Með Hækkandi sól eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur hlaut þó flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 12. mars og verður fulltrúi Íslands í Eurovision í maí. Lagið fékk samtals 77.380 atkvæði en lag Reykjavíkurdætra, Turn this around, hafnaði í öðru sæti með 69.227 atkvæði.

Systurnar Sigga, Beta og Elín sigruðu hið svokallaða einvígi gegn Reykjavíkurdætrum með yfirburðum en fram að einvíginu höfðu Reykjavíkurdætur nauma forystu, bæði í símakosningu almennings og hjá dómnefnd.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður kosninganna í úrslitunum 12. mars og í undanúrslitunum 26. febrúar og 5. mars. Einnig verða skipting atkvæða dómnefndar á úrslitakvöldinu opinberuð og má sjá listann neðar í fréttinni. 


Úrslitin 12. mars

Úrslitakeppni Söngvakeppninnar er tvískipt. Í fyrri hlutanum vega atkvæði alþjóðlegrar dómnefndar helming á móti símakosningu almennings. Tvö stigahæstu lögin komast áfram í einvígi og eru flutt aftur. Þá hefst önnur símakosning á meðal almennings en atkvæði dómefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgja þó báðum lögunum í einvígið.

Niðurstaða fyrri símakosningar í úrslitum 12. mars

  1. Reykjavíkurdætur - Turn This around: 26.320 atkvæði
  2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól: 24.083 atkvæði
  3. Amarosis - Don’t you know: 12.506 atkvæði
  4. Stefán Óli - Ljósið: 9.126 atkvæði
  5.  Þaðan af - Katla: 5.972 atkvæði

Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði 50% vægi á móti atkvæðum almennings úr fyrri símakosningunni.

Niðurstaða dómnefndar í úrslitum 12. mars

  1. Reykjavíkurdætur - Turn This around: 19.437 atkvæði
  2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól: 18.141 atkvæði
  3. Þaðan af - Katla: 15.031 atkvæði
  4. Stefán Óli - Ljósið: 13.476 atkvæði
  5. Amarosis - Don’t you know: 11.921 atkvæði

Heildarúrslit fyrri kosningar (símaatkvæði og atkvæði dómnefndar) 12. mars

  1.  Reykjavíkurdætur - Turn This around: 45.757 atkvæði
  2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól: 42.224 atkvæði
  3. Amarosis - Don’t you know: 24.427 atkvæði
  4. Stefán Óli - Ljósið: 22.602 atkvæði
  5. Þaðan af - Katla: 21.003 atkvæði

Tvö stigahæstu lögin komust þá í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni símakosning kvöldsins á milli þeirra.

Úrslit seinni símakosningar (einvígis) 12. mars

  1. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól: 35.156 atkvæði
  2. Reykjavíkurdætur - Turn This around: 23.470 atkvæði

Lagið Með hækkandi sól sigraði því keppnina með 8.153 atkvæðum. 

Sigga, Elín og Beta Eyþórsdættur eiga framlag Íslendinga til Eurovision í ár. Með þeim á sviðinu verður bróðir þeirra Eyþór.Vísir/Hulda Margrét Óladóttir

Dómararnir

Hér að neðan má sjá hvernig hver dómari kaus en dómarar voru beðnir að raða lögunum í röð eftir gæðum, að mati hvers og eins. 

Dómari 1 

  • 1. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 2. Katla - Þaðan af 
  • 3. Stefán Óli - Ljósið 
  • 4. Reykjavíkurdætur - Tökum af stað 
  • 5. Amarosis - Don’t You Know 

Dómari 2 

  • 1. Reykjavíkurdætur - Turn this around 
  • 2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 3. Amarosis - Don’t you know 
  • 4. Katla - Þaðan af 
  • 5. Stefán Óli - Ljósið 

Dómari 3 

  • 1. Reykjavíkurdætur - Turn this around 
  • 2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 3. Stefán Óli - Ljósið 
  • 4. Katla - Þaðan af 
  • 5. Amarosis - Don’t you know 

Dómari 4 

  • 1. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 2. Katla - Þaðan af 
  • 3. Reykjavíkurdætur - Turn this around
  •  4. Stefán Óli - Ljósið 
  • 5. Amarosis - Don’t you know

 Dómari 5 

  • 1. Reykjavíkurdætur - Turn this around 
  • 2. Stefán Óli - Ljósið 
  • 3. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 4. Amarosis - Don’t you know 
  • 5. Katla - Þaðan af 

Dómari 6 

  • 1. Reykjavíkurdætur - Turn this around 
  • 2. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi Sól 
  • 3. Katla - Þaðan af
  • 4. Amarosis - Don’t you know 
  • 5. Stefán Óli - Ljósið 

Dómari 7 

  • 1. Reykjavíkurdætur - Turn this around 
  • 2. Katla - Þaðan af 
  • 3. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól 
  • 4. Stefán Óli - Ljósið 
  • 5. Amarosis - Don’t you know 

Undanúrslitakvöldin fyrir Söngvakeppnina voru tvö. Annað kvöldið unnu Sigga, Beta og Elín en hitt undanúrslitakvöldið unnu Reykjavíkurdætur. Hér fyrir neðan má sjá röðina að lokinni símakosningu í hvorri keppni. 

Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét

Undanúrslit 

Tíu lög tóku þátt í keppninni sem hófst á tveimur undanúrslitakvöldum, 26. febrúar og 5. mars. Fimm lög kepptu á hvoru kvöldi. Eingöngu símakosning á meðal almennings ræður úrslitum í undanúrslitunum, engin dómnefnd kýs þau kvöld. 


Fyrri undanúrslit - Niðurstaða símakosningar 26. febrúar 

  1. Sigga, Beta & Elín - Með hækkandi sól: 10.788 akvæði 
  2. Stefán Óli - Ljósið: 7.017 atkvæði 
  3. Amarosis - Don’t you know (íslenska útgáfan): 7.006 atkvæði 
  4. Stefanía Svavarsdóttir - Hjartað mitt: 5613 atkvæði 
  5. Haffi Haff - Gía: 4.828 atkvæði 

Lögin Með hækkandi sól og Ljósið komust beint í úrslitin en Don’t you know (íslenska útgáfan) var valið “Eitt lag enn” og fékk því einnig sæti í úrslitakeppninni, en aðeins munaði 11 atkvæðum á því og laginu Ljósið þetta kvöld. 


Seinni undanúrslit - Niðurstaða símakosningar 5. mars 

  1. Reykjavíkurdætur - Tökum af stað: 13.137 atkvæði 
  2. Katla - Þaðan af: 5251 atkvæði 
  3. Suncity & Sanna Martinez - Hækkum í botn: 4.170 atkvæði 
  4. Markéta - Mögulegt: 3.251 atkvæði 
  5. Hanna Mia and the Astrotourists - Séns með þér: 3.197 atkvæði. 

Lögin Tökum af stað og Þaðan af komust beint í úrslitin þetta kvöld. 

„Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar þakkar keppendum kærlega fyrir glæsilega keppni og góð kynni og hlakkar til að taka á móti framúrskarandi, reyndum og óreyndum, tónlistarmönnum á næsta ári,“ er skrifað í fréttatilkynninguna. Undir hana skrifar framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar 2022, þau Rúnar Freyr Gíslason, Gísli Berg, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Salóme Þorkelsdóttir.


Tengdar fréttir

Héldu sjálfar með Reykja­víkur­dætrum

Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra.

Engin bilun á sím­kerfum sem hafði á­hrif á úr­slitin

Úr­­slit Söngva­­keppni sjón­­varpsins í gær­­kvöldi komu mörgum á ó­­vart en þær Ey­þórs­­dætur lögðu Reykja­víkur­­dætur að velli í loka­ein­vígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að at­­kvæði hafi ekki skilað sér til Reykja­víkur­­dætra en for­svars­­menn keppninnar vísa því á bug.

Reykja­víkur­dætur þakk­látar þrátt fyrir ó­sigur

Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.