Lífið

Net­verjar ó­­­­­sáttir með at­huga­­­­semd Bjargar við Kötlu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björg Magnúsdóttir kynnir ræðir við söngkonuna Kötlu.
Björg Magnúsdóttir kynnir ræðir við söngkonuna Kötlu. RÚV/Skjáskot

Netverjar eru alls ekki sáttir með athugasemd Bjargar Magnúsdóttur, kynnis í Söngvakeppni sjónvarpsins, í garð söngkonunnar Kötlu fyrr í kvöld.

Í innslaginu fyrir flutning Kötlu talaði hún um föður sinn sem lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föðurins, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún.

Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“

Á Twitter spannst mikil umræða um athugasemdina í kjölfarið.

Uppfært 21:48: Björg Magnúsdóttir bað Kötlu innilega afsökunar í beinni útsendingu á keppninni rétt í þessu. Hún sagði brandarann hafa verið óviðeigandi og þótti miður að hafa látið orðin falla.

„Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið,“ sagði Björg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.