Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2022 19:06 Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“