Reyna að koma upp flóttaleiðum en segja árásir Rússa linnulausar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 11:08 Milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín frá því að stríðið hófst. AP/Daniel Cole Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu. Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Rússar halda sókn sinni áfram í Kænugarði en varnamálaráðuneyti Bretlands greindi frá því í uppfærslu í morgun að meirihluti herliðs Rússa væri um 25 kílómetra frá miðborg Kænugarðs. Átök áttu sér stað norðvestur af Kænugarði nú í morgunsárið. Svo virðist sem að stór hluti herliðsins sem sást norður við Kænugarð í gær hafi tvístrast og telur ráðuneytið það til marks um að rússneskar hersveitir ætli sér að umkringja borgina. Þó er einnig mögulegt að Rússar óttist gagnárás. Utan Kænugarðs eiga sér nú átök stað víða, til að mynda í Kharkív, Tsjernihiv, Sumy og Mariupol. Í Mariupol vörpuðu rússneskar hersveitir sprengjum á mosku þar sem um áttatíu manns höfðu leitað sér skjóls, flestir þeirra Tyrkir. Í bæjunum Vasylkic og Kryachky nálægt Kænugarði komu upp eldsvoðar í olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa og í bænum Kvitneve kviknaði sömuleiðis í frystivöruhúsi. Flugherstöð við Vasylkic eyðilagðist við sprengingar. Iryna Vereshchuk, starfandi forsætisráðherra Úkraínu, segir vonir bundnar við það að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum víðsvegar um Úkraínu, meðal annars úr Mariupol en illa hefur gengið að flytja fólk þaðan og hafa allar tilraunir mistekist vegna árása Rússa. Þá verða fleiri flóttaleiðir við Kænugarð að því er kemur fram í frétt Reuters en yfirvöld í borginni segja Rússa ekki hafa dregið úr árásum sínum sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld í Rússlandi neita því alfarið að almennir borgarar séu skotmark þeirra. Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja Úkraínu vegna stríðsins. Við fylgjumst vel með stöðu mála í vaktinni á Vísi í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. 11. mars 2022 19:21