Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2022 22:26 Ísak Bergmann í leik með íslenska landsliðinu. Hann skoraði fyrsta mark FCK í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Ísak kom Kaupmannahafnarliðinu yfir strax á sjöttu mínútu með laglegu marki. Hann fékk boltann þá inn fyrir vörn PSV og lék á markvörð liðsins. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ísak og staðan orðin 1-0. Klippa: Ísak Bergmann skorar gegn PSV Heimamenn í PSV jöfnuðu metin með marki frá Cody Gakpo áður en Pep Biel og Lukas Lerager sáu til þess að staðan var 3-1, FCK í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Ritsu Doan minnkaði muninn fyrir PSV snemma í síðari hálfleik og Cody Gakpo fékk tækifæri til að jafna metin fyrir liðið af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnu sinni. Cody Gakpo bætti þó upp fyrir vítaklúðrið átta mínútum síðar þegar hann jafnaði loks metin fyrir heimamenn. Dramatíkinni var þó ekki lokið því að Pep Biel kom FCK yfir á nýjan leik á 78. mínútu, áður en Eran Zahavi tryggði PSV 4-4 jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Síðari leikur liðanna fer fram í Kaupmannahöfn að viku liðinni og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Voldsom aften i Eindhoven 😱😱Vi skal bruge jeres hjælp i Parken om 1 uge ⚪️🔵💪🏼#uecl #fcklive https://t.co/5t8BFzrSKP— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2022 Á sama tíma unnu Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt nauman 2-1 heimasigur gegn AZ Alkmaar, en það var Ola Solbakken sem tryggði liðinu sigur í uppbótartíma af vítapunktinum. Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði og lagði upp fyrra mark Bodø/Glimt. Þá vann Leicester 2-0 sigur gegn Rennes og í Frakklandi vann Marseille 2-1 sigur gegn Basel. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Ísak kom Kaupmannahafnarliðinu yfir strax á sjöttu mínútu með laglegu marki. Hann fékk boltann þá inn fyrir vörn PSV og lék á markvörð liðsins. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Ísak og staðan orðin 1-0. Klippa: Ísak Bergmann skorar gegn PSV Heimamenn í PSV jöfnuðu metin með marki frá Cody Gakpo áður en Pep Biel og Lukas Lerager sáu til þess að staðan var 3-1, FCK í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Ritsu Doan minnkaði muninn fyrir PSV snemma í síðari hálfleik og Cody Gakpo fékk tækifæri til að jafna metin fyrir liðið af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnu sinni. Cody Gakpo bætti þó upp fyrir vítaklúðrið átta mínútum síðar þegar hann jafnaði loks metin fyrir heimamenn. Dramatíkinni var þó ekki lokið því að Pep Biel kom FCK yfir á nýjan leik á 78. mínútu, áður en Eran Zahavi tryggði PSV 4-4 jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok. Síðari leikur liðanna fer fram í Kaupmannahöfn að viku liðinni og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Voldsom aften i Eindhoven 😱😱Vi skal bruge jeres hjælp i Parken om 1 uge ⚪️🔵💪🏼#uecl #fcklive https://t.co/5t8BFzrSKP— F.C. København (@FCKobenhavn) March 10, 2022 Á sama tíma unnu Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt nauman 2-1 heimasigur gegn AZ Alkmaar, en það var Ola Solbakken sem tryggði liðinu sigur í uppbótartíma af vítapunktinum. Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði og lagði upp fyrra mark Bodø/Glimt. Þá vann Leicester 2-0 sigur gegn Rennes og í Frakklandi vann Marseille 2-1 sigur gegn Basel.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira